ThatQuiz Test Library Take this test now
Kraftur og hreyfing - 2. kafli
Contributed by: Náttúrfræði
  • 1. Eining sem notuð er fyrir kraft er:
A) metri
B) njúton
C) vatt
D) júl
  • 2. Sá kraftur jarðar sem verkar á hlut kallast:
A) þyngd
B) núningur
C) eðlismassi
D) þrýstingur
  • 3. Sá kraftur sem hamlar alltaf gegn hreyfingu hlutar kallast:
A) núningur
B) lyftikraftur
C) flotkraftur
D) knýr
  • 4. Kraftur í straumefnum sem ýtir hlut upp nefnist:
A) flotkraftur
B) viðnám
C) þyngdarkraftur
D) knýr
  • 5. Samkvæmt lögmáli Arkimedesar flýtur hlutur í vökva ef:
A) vökvinn er í íláti.
B) vökvinn hreyfist hraðar en hluturinn.
C) eðlismassi hlutarins er meiri en eðlismassi vökvans.
D) eðlismassi hlutarins er minni en eðlismassi vökvans.
  • 6. Kraftur við flugvélavæng sem verkar upp og heldur flugvélinni á lofti kallast:
A) lyftikraftur
B) viðnám
C) knýr
D) núningur
  • 7. Mótstaðan sem loft veitir gegn hreyfingu flugvélar fram á við nefnist:
A) flotkraftur
B) knýr
C) nýtni
D) viðnám
  • 8. Mælikvarði á það hversu hratt vinna er unnin nefnist:
A) afl
B) kraftahlutfall
C) nýtni
D) orka
  • 9. Tveir kraftar koma alltaf við sögu þegar vél er notuð. Þeir eru:
A) núningskraftur og skilakraftur
B) inntakskraftur og skilakraftur
C) inntakskraftur og vogarkraftur
D) skilakraftur og afl
  • 10. Engin vél vinnur með 100% nýtni vegna áhrifa:
A) núnings
B) kraftahlutfalla
C) flotkrafts
D) smurefna
  • 11. Það sem ýtir á hlut eða togar í hann svo að hreyfing hans breytist nefnist:
A) núningur
B) kraftur
C) vinna
  • 12. Ef tveir menn beita 10 nútjona krafti hvor um sig í sömu stefnu verður lokakrafturinn:
A) 0 njúton
B) 100 njúton
C) 20 nútjon
  • 13. Ef ekki kæmi til _________ hlyti hreyfing hlutar að haldast óbreytt.
A) krafts
B) núnings
C) afls
  • 14. Kraftur sem verkar upp á við á hlut í straumefni nefnist:
A) Þyngdarkraftur
B) Þrýstingur
C) Flotkraftur
D) Lyftikraftur
  • 15. Lögmálið sem felur í sér að þrýstingur í straumefni á hreyfingu sé minni en í straumefni sem hreyfist ekki kallast lögmál:
A) Einsteins
B) Newtons
C) Arkimedesar
D) Bernoullis
  • 16. Í SI-kerfinu er vinna mæld í njútonmetrum eða:
A) Júlum
B) Voltum
C) Njútonum
D) Wöttum
  • 17. Eining SI-kerfisins fyrir afl er:
A) Volt
B) Júl
C) Njúton
D) Vatt
  • 18. Hugtak sem segir til um hversu oft vél margfaldar inntakskraftinn kallast:
A) Kraftahlutfall
B) Nýtnishlutfall
C) Vinnuhlutfall
  • 19. Fasti punkturinn sem vogarstöng snýst um kallast:
A) Vogarás
B) Vog
C) Stýri
D) Hjól
  • 20. Beinn, hallandi flötur er dæmi um einfalda vél sem nefnist:
A) Skáborð
B) Skákborð
C) Taflborð
  • 21. Gormvog er áhald sem oft er notað til þess að mæla kraft.
A) Rétt
B) Rangt
  • 22. Hlutur sem er með massann 20 kg er á jörðu er 196 njúton á þyngd.
A) Rétt
B) Rangt
  • 23. Krafturinn sem hamlar gegn hreyfingu hlutar eftir straumefni eða í gegnum það kallast veltnúningur.
A) Rétt
B) Rangt
  • 24. Olía, vax, smurfeiti og önnur hál og sleip efni kallast smurefni.
A) Rangt
B) Rétt
  • 25. Kraftur á tiltekna flatarmálseiningu í straumefni kallast flotkraftur.
A) Rétt
B) Rangt
  • 26. Hlutur flýtur ef hann ryður frá sér minni vökva en sem nemur eigin þyngd hlutarins.
A) Rangt
B) Rétt
  • 27. Timbur flýtur í vatni vegna þess að eðlismassi þess er meiri en 1 gramm á rúmsentimeter.
A) Rangt
B) Rétt
  • 28. Tæki sem flytja krafta í vökvum og margfaldað þá kallast vökvaknúin tæki.
A) Rétt
B) Rangt
  • 29. Forsenda þess að venjuleg flugvél fljúgi er að loftið yfir vængjum hennar hreyfist hægar en loftið við neðra borð vængjanna.
A) Rangt
B) Rétt
  • 30. Vélar eru tæki sem auðvelda vinnu vegna þess að þær margfalda orku.
A) Rétt
B) Rangt
  • 31. Á jörðinni er þyngd hlutar sem hefur massann 10 kg:
A) 10 kg
B) 10 N
C) 98 N
D) 980 N
  • 32. Múrsteinn sem dreginn er eftir sandpappír leiðir vel í ljós:
A) veltinúning
B) flotkraft
C) straummótstöðu
D) renninúning
  • 33. Loftmótstaða er dæmi um
A) veltinúning
B) straummótstöðu
C) ekkert af þessu
D) renninúning
  • 34. Hlutur flýtur í vökva þegar hluturinn:
A) ryður frá sér vökva sem er þyngri en hluturinn sjálfur eða jafnþungur honum
B) er þyngri í sér en vökvinn
C) ryður frá sér vökva sem er léttari en hluturinn sjálfur
D) hefur meiri þéttleika en vökvinn
  • 35. Eðlismassi hlutar sem er að rúmmáli 2 cm3 og hefur massann 8 g er:
A) 0,25 g/cm3
B) 4 g/cm3
C) 6 g/cm3
D) 4 cm3/g
  • 36. Krafturinn sem þrýstir vængjum flugvélar upp nefnist :
A) viðnám
B) knýr
C) þyngd
D) lyftikraftur
  • 37. Hve mikil vinna er framkvæmd þegar kraftur sem nemur 2 N færir hlut um 6 m?
A) 3 vött
B) 12 vött
C) 3 J
D) 12 J
  • 38. Hve mikið rafafl er notað í ljósaperu sem tekur til sín 3000J/mínútu?
A) 500 vött
B) 3000 vött
C) 600 vött
D) 50 vött
  • 39. Kraftur sem notandi vélar leggur til hennar nefnist:
A) skilakraftur
B) úttaksvinna
C) úttakskraftur
D) inntakskraftur
  • 40. Skrúfjárn er dæmi um:
A) hjól og ás
B) trissu
C) skrúfu
D) fleyg
Students who took this test also took :

Created with That Quiz — the math test generation site with resources for other subject areas.