- 1. Teningi er kastað. Hverjar eru líkurnar á að fá 6?
A) 1/6 B) 5/6 C) 6/6
- 2. Krónu er kastað. Hverjar eru líkurnar á skjaldarmerki?
A) 1/4 B) 1/2 C) 2/2
- 3. Líkurnar á að fá slétta tölu þegar teningi er kastað eru
A) miklar B) jafn miklar og litlar C) ómögulegar D) litlar
- 4. Poki er með 10 rauðar kúlur og eina blá. Líkurnar á að fá rauða kúlu eru
A) öruggar B) litlar C) jafn miklar og litlar D) miklar
- 5. Líkurnar á að fótboltalið vinni leik eru 1/5. Hverjar eru líkurnar á að liðið vinni ekki?
A) 4/5 B) 1/10 C) 2/5
- 6. Líkurnar á að Danni grípi bolta eru 3/7. Hverjar eru líkurnar á að hann grípi í næsta kasti?
A) 50% B) 70% C) 43%
- 7. Það eru 9 stelpur og 12 strákar í nemendaráði. Hverjar eru líkurnar á að stelpa verði valin sem formaður?
A) 9/21 B) 12/21 C) 9/12
- 8. Anna kastar þremur krónupeningum. Hverjar eru líkurnar á að allar krónurnar lendi með skjaldarmerkið upp?
A) 1/4 B) 1/2 C) 1/8
- 9. Tveimur krónum er kastað. Hverjar eru líkurnar á að fá tvo fiska?
A) 1/2 B) 3/4 C) 1/4
- 10. Tveimur krónum er kastað. Hverjar eru líkurnar á að fá eitt skjaldarmerki og einn fisk?
A) 1/4 B) 3/4 C) 1/2
- 11. Jenný kastar teningi og krónu samtímis. Hverjar eru líkurnar á að hún fái 3 á teninginn og skjaldarmerki á krónuna?
A) 3/4 B) 1/12 C) 1/2 D) 6/8
- 12. Teningakastari kastar teningi á borð með 4 hólfum sem eru númeruð frá 1-4. Hverjar eru líkurnar á að lenda í hólfi með slétta tölu og fá 5 á teninginn?
A) 5/6 B) 4/6 C) 1/12 D) 3/4
- 13. Hverjar eru líkurnar á að Jói fái skjaldarmerki og oddatölu þegar hann kastar krónu og teningi?
A) 1/12 B) 3/4 C) 1/4
- 14. Spilastokkur innihledur 10 spil sem eru númeruð 1-10. Hverjar eru líkurnar á að draga oddatöluspil og fá 1 eða 2 þegar teningi er kastað?
A) 1/4 B) 1/3 C) 1/2 D) 1/6
- 15. Þú getur keypt sjeik með súkkulaði, vanillu eða jarðarberjaís. Hægt er að setja lakkrískurl, súkkulaðidýfu eða hnetukurl ofaná. Hversu marga möguleika hefuru um að velja?
A) 10 B) 9 C) 12
- 16. Í poka eru 3 rauðar kúlur og 2 bláar. Ég dreg eina kúlu, set hana aftur í pokann og dreg svo aðra kúlu. Hverjar eru líkurnar á að báðar kúlurnar séu rauðar?
A) 6/20 B) 3/5 C) 9/25
- 17. Í poka eru 3 rauðar kúlur og 2 bláar. Ég dreg eina kúlu, set hana aftur í pokann og dreg svo aðra kúlu. Hverjar eru líkurnar á að önnur kúlan sé rauð og hin blá?
A) 12/25 B) 1/2 C) 6/25
- 18. Í poka eru 3 rauðar kúlur og 2 bláar. Ég dreg eina kúlu, og set hana EKKI aftur í pokann. Svo dreg ég aðra kúlu. Hverjar eru líkurnar á að báðar kúlurnar séu rauðar?
A) 5/9 B) 9/25 C) 3/10
|