- 1. Hárin á húðinni vaxa upp úr:
A) taugaþráðum B) fitukirtlum C) svitakirtlum D) hársekkjum
- 2. Stærsta líffæri mannslíkamans er:
A) heilinn B) hjartað C) lungun D) húðin
- 3. Nýjar húðfrumur myndast stöðugt í:
A) leðurhúðinni B) fituvefnum C) hornlaginu D) vaxtarlaginu
- 4. Húðlagið er 1-4 mm á þykkt og það er með teygjanlegu þræði. Þegar einstaklingurinn eldist brotna þræðirnir niður. Hér er verið að lýsa:
A) leðurhúðinni B) vaxtarlaginu C) húðþekjunni D) undirhúðinni
- 5. Efni í nöglunum kallast:
A) hyrni B) glúkósi C) glýkógen D) beðmi
- 6. Eðlilegur líkamshiti manna er:
A) 39°C B) 37°C C) 42°C D) 30°C
- 7. Þegar einstaklingi verður kalt bregst líkaminn við með því að:
A) víkka æðarnar í húðinni B) draga æðarnar í húðinni saman C) leggja hárin að líkamanum D) framleiða svita
- 8. Dæmi um flöt bein má nefna:
A) hryggjarliði B) herðablöð C) bein í handarbaki D) beinin í lærleggjum
- 9. í rauða beinmergnum myndast:
A) rauðkorn B) heilafrumur C) fita D) taugafrumur
- 10. Á liðamótum eru sterk bönd sem halda heinendunum saman. Þau kallast:
A) liðbönd B) beinbönd C) hjöruliður D) vöðvabönd
- 11. Þegar við brosum notum við:
A) 12 vöðva B) 16 vöðva C) 14 vöðva D) 10 vöðva
- 12. Þessu frumulíffæri fjölgar í frumum við þjálfun. Það heitir:
A) frumuhimna B) leysikorn C) hvatberi D) kjarni
- 13. Til eru dæmi um að tveir ólíkir einstaklingar hafi nákvæmlega eins fingraför.
A) Satt B) Ósatt
- 14. Tölvusneiðmyndir eru meðal annars notaðar til að greina sjúkdóma í heila.
A) Ósatt B) Satt
- 15. Þegar súrefnisskortur verður í vöðvum myndast mjólkursýra.
A) Satt B) Ósatt
- 16. Hverjar eru þrjár helstu gerðir liða í líkamunum?
A) Keiluliður, Hjöruliður og Hverfiliður B) Kúluliður, Hverfiliður og Hjöruliður C) Liðband, Kúluliður og Krossband
- 17. Mjaðmarliður er dæmi um:
A) Hverfilið B) Kúlulið C) Hjörulið
- 18. Húð fullorðins manns vegur um það bil:
A) 4kg B) 6 kg C) 3 kg D) 5 kg
- 19. Í hvaða lagi húðarinnar geymist fitan?
A) Undirhúðinni B) Undirhúðinni C) Leðurhúðinni
- 20. Hvað eru mörg bein í líkama okkar?
A) um 150 B) um 300 C) um 250 D) um 200
- 21. Vöðvarnir í meltingarveginu eru kallaðir:
A) sléttir B) hrukkóttir C) rákóttir D) viljastýrðir
- 22. Hver vöðvaþráður getur verið allt að:
A) nokkrir metrar að lengd B) 10 cm að breidd C) 0,1 mm á breidd D) 30 cm á breidd
- 23. Mjólkursýra stafar meðal annars af skorti á:
A) próteinum B) súrefni C) mjólkursýru D) koltvíoxíði
- 24. Satt eða ósatt: Neglur og hár myndast í húðinni og eru úr lifandi frumum.
A) Ósatt B) Satt
- 25. Satt eða ósatt: Blóðfrumurnar myndast í hvíta blóðmergnum.
A) Ósatt B) Satt
- 26. Satt eða ósatt: Efni beinanna getur ekki endurnýjast.
A) Ósatt B) Satt
- 27. Satt eða ósatt: Í líkmanum er þrenns konar vöðvar, sléttir vöðvar, rákóttir vöðvar og hjartað.
A) Ósatt B) Satt
- 28. Við stjórnum rákóttu vöðvunum með:
A) Ósjálfrátt B) Viljanum
- 29. Usain Bolt er með mikið af:
A) hægum vöðvaþráðum B) hröðum vöðvaþráðum
- 30. Kári Steinn (maraþonhlaupari) er með mikið af:
A) hröðum vöðvaþráðum B) hægum vöðvaþráðum
|