ThatQuiz Test Library Take this test now
Brekkupróf 1a
Contributed by: Thor
  • 1. Hvernig er „lykill“ í et. ef.?
A) lykil
B) lykli
C) lykils
D) lykill
  • 2. Merktu við línuna sem inniheldur lýsingarorð:
A) Hún söng laglega
B) Þetta er hann
C) Hann var í illu skapi
D) Hvers vegna hann?
  • 3. Í hvaða línu er fyrra nafnorðið í þf. en það seinna í nf.?
A) Þessi veggur veitir skjól
B) Jólin koma á undan páskum
C) Kauptu mjólk og skyr
D) Réttu mér heftarann, drengur
  • 4. Í hvaða línu eru öll nafnorðin í kvk.?
A) Stúlkurnar mættu til fermingarinnar með slegið hár
B) Færðin var rosaleg enda heiðin undirlögð af stórhríð
C) Athyglin var öll við verkið
D) Hempa, kjóll og klæði eru þarfaþing presta
  • 5. Farðu til HELVÍTIS, drengur!

    Í hvaða falli er hástafaða orðið?
A) þf
B) nf
C) þgf
D) ef
  • 6. Hvaða lína hefur eingöngu no. í et.?
A) Læknir, lögfræðingur og páfi hittu gesti
B) áttu buxur, belti og skó?
C) Húfan var sett á hilluna við hliðina á hattinum
D) Mjólkin hafði súrnað í kerinu við dyrnar
  • 7. Lýsingarorð og fornöfn geta...
A) stigbreyst
B) verið sérstæð
C) tíðbeygst
D) bætt á sig greini
  • 8. MaðurINN er góður við hestINN og setur hann í húsIÐ.

    Háletruðu stafirnir afmarka viðskeytta...
A) fornafnið
B) greininn
C) fallorðið
D) nafnorðið
  • 9. Hver eru kenniföll orðsins „arfur“
A) arfur, -s, -i
B) arfur, -s,
C) arfur, -i
D) arfur, flt
  • 10. Veik beyging einkennist af _____ aukaföllum
A) samskonar
B) engum
C) mismunandi
D) fjölbreyttum
  • 11. Sterk beyging einkennist af ________ aukaföllum
A) engum
B) mörgum
C) mismunandi
D) samskonar
  • 12. Ég sendi bréfið til [annars] manns.

    Hvaða orðflokki tilheyrir afmarkaða orðið?
A) töluorð
B) lýsingarorð
C) fornafn
D) nafnorð
  • 13. Ég býð til [þriðja] næsta mánaðar.

    Hvaða orðflokki tilheyrir afmarkaða orðið?
A) nafnorð
B) töluorð
C) fornafn
D) greinir
  • 14. [Annar] bróðirinn á afmæli [annan] mars.

    Hvaða orðflokki tilheyra afmörkuðu orðin?
A) fn., to.
B) to., fn.
C) bæði fn.
D) bæði to.
  • 15. Sama lo. getur beygst bæði sterkt og veikt.
A) ósatt
B) satt
  • 16. Sama no. getur beygst bæði sterkt og veikt.
A) satt
B) ósatt
  • 17. Þetta var bara [einn] dagur.

    Hvaða orðflokki tilheyrir afmarkaða orðið?
A) lo
B) no
C) fn
D) to
  • 18. Dag [einn]...

    Hvaða orðflokki tilheyrir afmarkaða orðið?
A) to
B) fn
C) lo
D) no
  • 19. Sumir, ýmsir og sérhver eru dæmi um...
A) no
B) fn
C) lo
D) ao
  • 20. Hvernig er eignarfornafnið í 2.p., et. nf.?
A) þíns
B) okkar
C) minn
D) þinn
  • 21. Hvaða fn. er ekki til í nefnifalli?
A) afturbeygða fornafnið
B) spurnarfornöfn
C) eignarfornöfn
D) óákveðin fornöfn
  • 22. Ég hitti ____ þegar ____ varst að koma frá mömmu _____ og bróður ______

    Hvar eru fn. rétt beygð?
A) þig, þú, þinni, þínum
B) þann, þig, þér, þíns
C) þú, þér, þínum, þíns
D) þig, þér, þú, þinni
  • 23. Þú, um þig, frá þér til þín!

    Hve mörg eru fornöfnin?
A) 4
B) 2
C) 1
D) 3
  • 24. Hvar eru öll nafnorðin í eintölu?
A) Dyrnar stóðu drengnum opnar frá morgni til kvölds
B) Það er varla mikill vandi að sauma nokkur spor í þennan klút
C) Það var súgur gerður af höfðingjanum þegar hann opnaði hurðina.
D) Þótt eplið væri ætt voru laukarnir betri
  • 25. Þetta er hann!

    Fornafnið er...
A) hliðstætt
B) sérstætt
  • 26. „Klaufi“ beygist...
A) sterkt
B) óreglulega
C) veikt
  • 27. „Ær“ beygjast...
A) óreglulega
B) veikt
C) sterkt
  • 28. „Nef“ beygist...
A) óreglulega
B) veikt
C) sterkt
  • 29. Komdu, góði!

    Lýsingarorðið er...
A) sérstætt
B) hliðstætt
  • 30. Þetta er fín súpa en fiskurinn er betri...

    Lýsingarorðin eru...
A) sérstæð
B) bæði hliðstæð og sérstæð
C) hliðstæð
  • 31. Sumir koma seint en koma þó

    Fornafnið „sumir“ er hér...
A) hliðstætt
B) sérstætt
  • 32. Hver er stofn orðsins: „fljótur“
A) flýtir
B) flaut
C) fljótur
D) fljót
  • 33. Hver er stofn orðsins: „hávær“
A) há
B) vær
C) háv
D) hávær
  • 34. Hver er stofn orðsins: „snjallur“
A) snjöll
B) snoll
C) snjalt
D) snjall
  • 35. Orðið „grimm“ stigbreytist:
A) óreglulega
B) reglulega
  • 36. Orðin „illur“ stigbreytist:
A) reglulega
B) óreglulega
  • 37. Til eru lýsingarorð sem stigbreytast alls ekki.

    Fullyrðingin er...
A) ósönn
B) sönn
  • 38. Hvaða málsgrein inniheldur 2 no, annað með gr.?
A) Segðu mér söguna eftir hádegið.
B) Komdu með pennan.
C) Segðu satt, drengur.
D) Það er hvolpur undir skápnum.
  • 39. Hvaða lýsingarorð er andheiti „illfær“?
A) góðvær
B) sóttvær
C) vanfær
D) greiðfær
  • 40. Hvernig stigbreytist „mislyndur“?
A) mislyndur - mislyndi - mislyndist
B) það stigbreytist ekki
C) mislyndur - meira mislyndur - mest mislyndur
D) mislyndur - mislyndari - mislyndastur
  • 41. Himinninn er blár,
    fjöllin eru úr steinum,
    sjórinn er risastór.

    Hve mörg eru lýsingarorðin?
A) 1
B) 3
C) 2
D) 4
  • 42. „Þú skalt nota tímann í skólanum til að læra og hvíla þig heima og um helgar.“

    í textanum eru ____ nafnorð með greini.
A) engin
B) eitt
C) þrjú eða fleiri
D) tvö
  • 43. Tréin fallega græn
    Gula blómið mitt
    Laufin falla fallega
    Moldin mjúka brúna

    Í textanum eru ____ lo og ____ fn.
A) 4, 1
B) 5, 3
C) 6, 2
D) 3, 2
  • 44. [Tré] er grænt [laufum]
    [lauf] hrynja þegar haustar
    [rætur] róta [mold]

    Afmörkuðu orðin eru...
A) no
B) lo
C) gr
D) fn
  • 45. Í hvaða falli er afmarkaða orðið?

    Ég átti ekki fyrir [súpu], hvað þá meira.
A) þgf
B) ef
C) nf
D) þf
  • 46. Sif Mist er _________ í ef.
A) Sif Mists
B) Sifjar Mistar
C) Sif Mist
D) Sifi Mist
  • 47. Í hvaða falli er lo?

    Ég keyrði á [kyrrstæðan] bíl.
A) þf
B) nf
C) ef
D) þgf
  • 48. Ég tek þennan [græna]!

    Hver er staða lýsingarorðsins?
A) sérstæð
B) hliðstæð
  • 49. Hvaða orðflokkur gerir beygingu lýsingarorða veika þegar orðinu er skeytt á nafnorð en stendur við hliðina á lýsingarorði ef orðið stendur sjálfstætt?
A) lýsingarorð
B) atviksorð
C) fornöfn
D) greinir
  • 50. „Hver“ er...
A) spurnarfornafn
B) persónufornafn
C) tilvísunarfornafn
D) eignarfornafn
  • 51. [Sá] sem kemur með mér er heppinn!

    Afmarkaða orðið er...
A) nafnorð
B) fornafn
C) ekki fallorð
D) greinir
  • 52. Þarna stendur [græni] stóllinn!

    Afmarkaða orðið er...
A) hliðstætt fn
B) hliðstætt lo
C) sérstætt lo
D) sérstætt fn
  • 53. Hver er kenniföll nafnorða
A) ef og nf og þgf
B) nf og ef í et og nf ft
C) öll föllin
D) nf í et og ft og þgf et
Students who took this test also took :

Created with That Quiz — the site for test creation and grading in math and other subjects.