- 1. Það umhverfi sem mótar þig og umlykur, t.d. menning, menntun, starf og búseta kallast:
A) félagsleg samsvörun B) félagslegur bakgrunnur C) félagslegar erfðir D) félagsmótun
- 2. Allar hugmyndir sem þú hefur um hver þú ert kallast:
A) sjálfhverfa B) eiginleikar C) sjálfsmynd D) menning
- 3. Skapgerð, útlit, klæðaburður, málfar og áhugamál eru atriði sem gera okkur einstök og ólík öðrum. Þetta er dæmi um:
A) persónuleg sérkenni B) hópsérkenni C) sjálfsmynd D) samkennd
- 4. Oft er því haldið fram að systkini hafi áhrif á mótun einstaklingsins innan systkinahóps. Þeir krakkar sem oft þurfa að berjast fyrir sínu til að sanna getu sína eru:
A) miðjubörn B) elstu börn C) einbirni D) yngstu börn
- 5. Í hverri líkamsfrumu mannsins eru litningar sem geyma erfðaefnið. Þeir eru í pörum þar sem annar hlutinn kemur frá móður og hinn frá föður. Hvað eru mörg litningapör í hverri frumu mannslíkamans?
A) 23 litningapör B) 26 litningapör C) 30 litningapör D) 46 litningapör
- 6. „___________ sé hæfni til að læra af reynslunni, hæfileikinn til sértærkar hugsunar og hæfnin til að laga sig að umhverfinu, einkum nýjum aðstæðum“. Orðið sem vantar í eyðuna er:
A) greind B) sjálfsmynd C) persónuleiki D) þróun
- 7. Stærsti hlutinn af því hvernig við hegðum okkur er félagslegur. Það þýðir að hegðun okkar er:
A) lærð B) erfð C) óbreytanleg D) séríslensk
- 8. Í öllum samfélögum eru skráðar og óskráðar reglur sem segja til um það hvernig við eigum að haga okkur við mismunandi aðstæður. Þessar reglur kallast:
A) taumhald B) lög C) viðmið D) félagsmótun
- 9. Samskipti sem móta persónuleika fólks og lifnaðarhætti þess kallast:
A) lög og reglur B) viðmið C) félagslegur bakgrunnur D) félagsmótun
- 10. Sú hugsun sem felur í sér að fólk geti hugsað óhlutstætt og búið til kenningar um allt mögulegt í huganum kallast:
A) rétthugsun B) félagshugsun C) rökhugsun D) viðmið
- 11. Hugtakið félagslegt hlutverk er fengið að láni úr:
A) frá Alþingi B) sálfræði C) leikhúsmáli D) heimspeki
- 12. Staða og hlutverk eru nátengd hugtök.
A) rétt B) rangt
- 13. Skilgreining á frumhópi er:
A) Flokkast ekki sem hópur. Samanstendur af fólki sem fyrir tilviljun er statt á sama stað á sama tíma. B) Fjölmennur hópur. Samskipti innan hóps eru stutt og fremur ópersónuleg. C) Fámennur hópur. Samskipti innan hópsins eru persónuleg, náin og vara lengi.
- 14. Skilgreining á fjarhópi er:
A) Flokkast ekki sem hópur. Samanstendur af fólki sem fyrir tilviljun er statt á sama stað á sama tíma. B) Fjölmennur hópur. Samskipti innan hóps eru stutt og fremur ópersónuleg. C) Fámennur hópur. Samskipti innan hópsins eru persónuleg, náin og vara lengi.
- 15. Kossar gegna líffræðilegu hlutverki og þekkjast í öllum kunnum menningarsamfélögum:
A) rangt B) rétt
- 16. Þær væntingar sem gerðar eru til einstaklinga út frá kynferði þeirra er kallað:
A) kynímynd B) kynhvöt C) kynhlutverk D) kynferði
- 17. Flest kynhlutverkin sem við höfum eru fyrst og fremst:
A) ákvörðuð af stjórnvöldum B) líffræðilega ákvörðuð C) þau sömu alls staðar í heiminum D) lærð
A) notaðar um aðdáendahópa ákveðinna fótboltafélaga B) hlutlausar lýsingar vísindamanna á einstaklingum utan hópa C) lýsingar á fólki og hópum út frá því umhverfi sem hópurinn býr í D) oft fordómafullar lýsingar á öllum einstaklingum innan sérstaks hóps
- 19. Frá Alþingi koma lög og í þeim koma fram þau markmið sem grunnskólar eiga að vinna að. Þau markmið koma fram í:
A) hvítbók B) aðalnámskrá C) skólareglum D) grunnlögum
- 20. Ýmsar rannsóknir sýna að í skólastofunni fá strákar oft meiri athygli kennara og meiri hjálp við lausn verkefna og spurninga.
A) satt B) ósatt
- 21. „..............er hópur fólks sem er tengdur eða skyldur og býr saman að staðaldri og þeir fullorðnu bera ábyrgð á börnunum.“ Hvaða orð á að koma í eyðuna?
A) fjölskylda B) fjarhópur C) ættarsamfélag D) frumhópur
- 22. Innan þessa hóps lærir þú leikreglur samfélagsins og hann er einn helsti og mikilvægasti félagsmótunaraðilinn. Hvaða hópur er þetta?
A) skólinn B) Alþingi C) fjölskyldan D) vinahópurinn
- 23. Til eru mörg afbrigði fjölskyldunnar. Sú fjölskyldugerð sem við höfum nú til dags á Íslandi kallast:
A) stórfjölskylda B) smáfjölskylda C) bændafjölskylda D) kjarnafjölskylda
- 24. Í þessari fjölskyldugerð búa þrír ættliðir undir sama þaki og hafa sameiginlegt heimilishald. Hver er sú fjölskyldugerð?
A) sambýli B) stórfjölskylda C) kjarnafjölskylda D) fjarbýli
- 25. Hvað er unglingur gamall þegar hann telst vera sjálfstæður einstaklingur (sjálfráða) og reiknast ekki lengur til kjarnafjölskyldunnar, jafnvel þótt hann búi enn í foreldrahúsum?
A) 20 ára B) 16 ára C) 18 ára D) 21 árs
- 26. Áður fyrr þurfti fjölskyldan í sameiningu að framleiða flestallar lífsnauðsynjar. Hvaða orð lýsir þeirri framleiðslueiningu?
A) framleiðslubúskapur B) sjálfsþurftarbúskapur C) samyrkjubú D) stórfjölskylda
- 27. Samkvæmt íslenskum hegningarlögum er bannað að stunda kynlíf með einstaklingi sem er yngri en:
A) 15 ára B) 16 ára C) 19 ára D) 17 ára
- 28. Hvaða sáttmáli segir meðal annars til um að „báðir foreldrar eigi að bera sameiginlega ábyrgð á börnum sínum“:
A) Gamli sáttmáli B) Sáttmáli Menntamálaráðuneytisins C) Barnasáttmáli Evrópusambandsins D) Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna
- 29. Hlutverkum fjölskyldunnar hefur fækkað frá því að áður var og nú tekur ríkið meiri ábyrgð og virkari þátt í uppeldi barna og unglinga en áður var. Barnavernd er eitt dæmi þar um en hún vinnur á verksviði:
A) Innanríkisráðuneytisins B) sveitarfélaganna C) lögreglunnar D) Umboðsmanns barna
- 30. „Unglingar nú á dögum vilja bara lifa í vellystingum. Þeir kunna ekki mannasiði, neita að láta skipa sér fyrir, bera enga virðingu fyrir þeim fullorðnu og nota tímann til að kjafta saman þegar þeir ættu að vera að vinna. [...] Þeir andmæla foreldrum sínum, gorta í veislum, úða í sig sætindum þegar þeir sitja við matarborðið, krossleggja fætur og rífa kjaft við kennarana sína.“ Þessi frásögn er líklega höfð eftir gríska heimspekingnum Sókratesi fyrir um:
A) 25 árum B) 2500 árum C) 250 árum D) 2,5 árum
|