ThatQuiz Test Library Take this test now
Hluti 1: Sjálfsmyndin
Contributed by: Guðjónsdóttir
  • 1. Það umhverfi sem mótar þig og umlykur, t.d. menning, menntun, starf og búseta kallast:
A) félagsleg samsvörun
B) félagsmótun
C) félagslegur bakgrunnur
D) félagslegar erfðir
  • 2. Allar hugmyndir sem þú hefur um hver þú ert kallast:
A) sjálfsmynd
B) eiginleikar
C) menning
D) sjálfhverfa
  • 3. Skapgerð, útlit, klæðaburður, málfar og áhugamál eru atriði sem gera okkur einstök og ólík öðrum. Þetta er dæmi um:
A) samkennd
B) persónuleg sérkenni
C) hópsérkenni
D) sjálfsmynd
  • 4. Oft er því haldið fram að systkini hafi áhrif á mótun einstaklingsins innan systkinahóps. Þeir krakkar sem oft þurfa að berjast fyrir sínu til að sanna getu sína eru:
A) elstu börn
B) miðjubörn
C) yngstu börn
D) einbirni
  • 5. Í hverri líkamsfrumu mannsins eru litningar sem geyma erfðaefnið. Þeir eru í pörum þar sem annar hlutinn kemur frá móður og hinn frá föður. Hvað eru mörg litningapör í hverri frumu mannslíkamans?
A) 30 litningapör
B) 46 litningapör
C) 23 litningapör
D) 26 litningapör
  • 6. „___________ sé hæfni til að læra af reynslunni, hæfileikinn til sértærkar hugsunar og hæfnin til að laga sig að umhverfinu, einkum nýjum aðstæðum“. Orðið sem vantar í eyðuna er:
A) persónuleiki
B) greind
C) sjálfsmynd
D) þróun
  • 7. Stærsti hlutinn af því hvernig við hegðum okkur er félagslegur. Það þýðir að hegðun okkar er:
A) óbreytanleg
B) erfð
C) lærð
D) séríslensk
  • 8. Í öllum samfélögum eru skráðar og óskráðar reglur sem segja til um það hvernig við eigum að haga okkur við mismunandi aðstæður. Þessar reglur kallast:
A) félagsmótun
B) lög
C) taumhald
D) viðmið
  • 9. Samskipti sem móta persónuleika fólks og lifnaðarhætti þess kallast:
A) félagslegur bakgrunnur
B) lög og reglur
C) félagsmótun
D) viðmið
  • 10. Sú hugsun sem felur í sér að fólk geti hugsað óhlutstætt og búið til kenningar um allt mögulegt í huganum kallast:
A) rökhugsun
B) rétthugsun
C) viðmið
D) félagshugsun
  • 11. Hugtakið félagslegt hlutverk er fengið að láni úr:
A) frá Alþingi
B) heimspeki
C) sálfræði
D) leikhúsmáli
  • 12. Staða og hlutverk eru nátengd hugtök.
A) rangt
B) rétt
  • 13. Skilgreining á frumhópi er:
A) Fjölmennur hópur. Samskipti innan hóps eru stutt og fremur ópersónuleg.
B) Fámennur hópur. Samskipti innan hópsins eru persónuleg, náin og vara lengi.
C) Flokkast ekki sem hópur. Samanstendur af fólki sem fyrir tilviljun er statt á sama stað á sama tíma.
  • 14. Skilgreining á fjarhópi er:
A) Fámennur hópur. Samskipti innan hópsins eru persónuleg, náin og vara lengi.
B) Flokkast ekki sem hópur. Samanstendur af fólki sem fyrir tilviljun er statt á sama stað á sama tíma.
C) Fjölmennur hópur. Samskipti innan hóps eru stutt og fremur ópersónuleg.
  • 15. Kossar gegna líffræðilegu hlutverki og þekkjast í öllum kunnum menningarsamfélögum:
A) rétt
B) rangt
  • 16. Þær væntingar sem gerðar eru til einstaklinga út frá kynferði þeirra er kallað:
A) kynhvöt
B) kynferði
C) kynímynd
D) kynhlutverk
  • 17. Flest kynhlutverkin sem við höfum eru fyrst og fremst:
A) þau sömu alls staðar í heiminum
B) líffræðilega ákvörðuð
C) ákvörðuð af stjórnvöldum
D) lærð
  • 18. Hvað er staðalmynd?
A) lýsingar á fólki og hópum út frá því umhverfi sem hópurinn býr í
B) hlutlausar lýsingar vísindamanna á einstaklingum utan hópa
C) oft fordómafullar lýsingar á öllum einstaklingum innan sérstaks hóps
D) notaðar um aðdáendahópa ákveðinna fótboltafélaga
  • 19. Frá Alþingi koma lög og í þeim koma fram þau markmið sem grunnskólar eiga að vinna að. Þau markmið koma fram í:
A) skólareglum
B) hvítbók
C) aðalnámskrá
D) grunnlögum
  • 20. Ýmsar rannsóknir sýna að í skólastofunni fá strákar oft meiri athygli kennara og meiri hjálp við lausn verkefna og spurninga.
A) satt
B) ósatt
  • 21. „..............er hópur fólks sem er tengdur eða skyldur og býr saman að staðaldri og þeir fullorðnu bera ábyrgð á börnunum.“ Hvaða orð á að koma í eyðuna?
A) ættarsamfélag
B) frumhópur
C) fjarhópur
D) fjölskylda
  • 22. Innan þessa hóps lærir þú leikreglur samfélagsins og hann er einn helsti og mikilvægasti félagsmótunaraðilinn. Hvaða hópur er þetta?
A) fjölskyldan
B) skólinn
C) Alþingi
D) vinahópurinn
  • 23. Til eru mörg afbrigði fjölskyldunnar. Sú fjölskyldugerð sem við höfum nú til dags á Íslandi kallast:
A) bændafjölskylda
B) smáfjölskylda
C) kjarnafjölskylda
D) stórfjölskylda
  • 24. Í þessari fjölskyldugerð búa þrír ættliðir undir sama þaki og hafa sameiginlegt heimilishald. Hver er sú fjölskyldugerð?
A) sambýli
B) fjarbýli
C) stórfjölskylda
D) kjarnafjölskylda
  • 25. Hvað er unglingur gamall þegar hann telst vera sjálfstæður einstaklingur (sjálfráða) og reiknast ekki lengur til kjarnafjölskyldunnar, jafnvel þótt hann búi enn í foreldrahúsum?
A) 18 ára
B) 16 ára
C) 20 ára
D) 21 árs
  • 26. Áður fyrr þurfti fjölskyldan í sameiningu að framleiða flestallar lífsnauðsynjar. Hvaða orð lýsir þeirri framleiðslueiningu?
A) framleiðslubúskapur
B) stórfjölskylda
C) samyrkjubú
D) sjálfsþurftarbúskapur
  • 27. Samkvæmt íslenskum hegningarlögum er bannað að stunda kynlíf með einstaklingi sem er yngri en:
A) 17 ára
B) 16 ára
C) 15 ára
D) 19 ára
  • 28. Hvaða sáttmáli segir meðal annars til um að „báðir foreldrar eigi að bera sameiginlega ábyrgð á börnum sínum“:
A) Gamli sáttmáli
B) Barnasáttmáli Evrópusambandsins
C) Sáttmáli Menntamálaráðuneytisins
D) Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna
  • 29. Hlutverkum fjölskyldunnar hefur fækkað frá því að áður var og nú tekur ríkið meiri ábyrgð og virkari þátt í uppeldi barna og unglinga en áður var. Barnavernd er eitt dæmi þar um en hún vinnur á verksviði:
A) Umboðsmanns barna
B) lögreglunnar
C) sveitarfélaganna
D) Innanríkisráðuneytisins
  • 30. „Unglingar nú á dögum vilja bara lifa í vellystingum. Þeir kunna ekki mannasiði, neita að láta skipa sér fyrir, bera enga virðingu fyrir þeim fullorðnu og nota tímann til að kjafta saman þegar þeir ættu að vera að vinna. [...] Þeir andmæla foreldrum sínum, gorta í veislum, úða í sig sætindum þegar þeir sitja við matarborðið, krossleggja fætur og rífa kjaft við kennarana sína.“ Þessi frásögn er líklega höfð eftir gríska heimspekingnum Sókratesi fyrir um:
A) 2,5 árum
B) 2500 árum
C) 25 árum
D) 250 árum
Created with That Quiz — where a math practice test is always one click away.